Langfætlur
Langfætlur (Opiliones) eru ættbálkur áttfættla sem finnast í öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu. Staðfestar eru yfir 6.600 tegundir en þær gætu verið nálægt 10.000. Þeim skyldastir eru mítlar meðal áttfætla en langfætlum er stundum ruglað við köngulær. Bolur þeirra er ekki eins tvískiptur og hjá köngulóm og þær hafa par augna meðan köngulær hafa 3-4 pör. Langfætlur hafa ekki silkikirtla, spinna ekki þræði og vef og hafa ekki eiturkirtla. Fjórar tegundir þekkjast á Íslandi og er langleggur þekktust.
Langfætlur | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hadrobunus grandis
| ||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||
| ||||||||
Fjölbreytni | ||||||||
5 ættir, 6.650 tegundir | ||||||||
Undirættbálkar | ||||||||
Cyphophthalmi |
Langfætlur éta ýmislegt og er það misjafnt eftir tegundum. Sumar ráðast á lítil skordýr, sumar éta plöntur og sveppi og aðrar lifa á hræjum. Flestar eru virkar á nóttunni.
Tenglar
breyta- Náttúrufræðistofnun - Langfætlur Geymt 25 ágúst 2021 í Wayback Machine