Landssamtök íslenskra stúdenta
Landssamtök íslenskra stúdenta, eða LÍS, eru félag og hagsmunasamtök íslenskra stúdenta stofnuð 2013. Hlutverk LÍS er að vinna að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi og standa vörð um hagsmuni stúdenta hérlendis sem og á alþjóðavettvangi.
Starfsemi
breytaSaga
breytaSnemma árs 2013 kom í ljós að fyrirhugaðar væru stórar breytingar á LÍN sem væru afar bagalegar fyrir stúdenta. Það leiddi til aukins samvinnuvilja milli stúdentafélaganna og dómsmáls þar sem stúdentar höfðu betur.
Gæðastarf
breytaLÍS hefur tekið virkan þátt í gæðastarfi allt frá stofnun. LÍS skipar fulltrúa í ráðgjafanefnd Gæðaráðs háskólanna en gæðaráðið var sett á laggirnar árið 2010 í því syni að leggja mat á gæði kennslu og rannsókna í íslenskum háskólum. Rannís hefur yfirumsjón með gæðaráðinu.
Allir háskólar á Íslandi fóru í gegnum gæðaúttekt bæði í formi sjálfsmats og ytri gæðaúttektar en úttektirnar byggðu á QEF, Quality Enhancement Framework, sem Gæðaráð háskólanna hannaði og starfar eftir. Stór þáttur í gæðaúttektum er að hlusta á raddir stúdenta og því er mikilvægt að LÍS, stjórnvöld og Rannís taki höndum saman við að efla stúdentasamfélagið til þátttöku í gæðastarfi.
Alþjóðastarf
breytaSamtökin sitja fyrir hönd íslenskra stúdenta í ESU, Sambandi evrópskra stúdenta, sem og NOM, samráðsvettvangi norrænna stúdentafélaga.
Framkvæmdastjórn
breytaFramkvæmdarstjórn LÍS samanstendur af átta fulltrúum. Þessir fulltrúar eru eftirfarandi:
- Forseti
- Varaforseti
- Ritari
- Markaðsstjóri
- Alþjóðafulltrúi
- Gæðastjóri
- Jafnréttisfulltrúi
- Framkvæmdastjóri
Þó að flestir embættismenn í framkvæmdastjórn séu kjörnir á Landsþingi er framkvæmdastjóri samtakanna faglega ráðinn.
Framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023
breytaFramkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2022-2023 skipa:
Nafn | Embætti |
---|---|
Alexandra Ýr van Erven | Forseti |
Anton Björn Helgason | Varaforseti |
Rannveig Klara Guðmundsdóttir | Ritari |
Sigtýr Ægir Kára | Markaðsstjóri |
Sigríður Helga Olafsson | Alþjóðafulltrúi |
Kolbrún Lára Kjartansdóttir | Gæðastjóri |
Erla Benediktsdóttir | Jafnréttisfulltrúi |
Emilía Björt Írisard. Bachmann | Framkvæmdastjóri |
Fulltrúaráð
breytaFulltrúaráð samanstendur af tveimur fulltrúum frá hverju aðildarfélagi.
Stofnaðilar samtakanna
breyta- Stúdentafélag Háskólans á Akureyri
- Nemendafélag Háskólans á Bifröst
- Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands
- Stúdentaráð Listaháskóla Íslands
- Samband íslenskra námsmanna erlendis
- Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík
- Stúdentafélag Hólaskóla
- Stúdentaráð Háskóla Íslands
*Stúdentafélag Hólaskóla hafði í upphafi aðeins áheyrnaraðild en gerðist fullgildur meðlimur á landsþingi árið 2015.
Forsetar LÍS
breytaNafn | Frá | Til |
---|---|---|
Alexandra Ýr van Erven | 2022 | |
Derek Terell Allen | 2021 | 2022 |
Jóhanna Ásgeirsdóttir | 2020 | 2021 |
Sigrún Jónsdóttir | 2019 | 2020 |
Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir* | 2019 | 2019 |
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir | 2018 | 2019 |
Aldís Mjöll Geirsdóttir | 2017 | 2018 |
David Erik Mollberg | 2016 | 2017 |
Nanna Elísa Jakobsdóttir | 2015 | 2016 |
Jórunn Pála Jónasdóttir | 2014 | 2015 |
Anna Marsibil Clausen | 2013 | 2014 |
*Sonja Björg sagði af sér september 2019. Sigrún tók svo við embætti forsetans í október 2019.