Landið týnda (franska: Le Pays maudit) er tólfta bókin í sagnaflokknum um Hinrik og Hagbarð eftir belgíska myndasöguhöfundinn Peyo. Sagan birtist í myndasögublaðinu Sval á árinu 1961 en kom út á bókarformi árið 1964.

Söguþráður

breyta

Konungurinn þjáist af þunglyndi og tilraunir Hinriks og Hagbarðs til að létta lund hans koma fyrir ekkert. Skemmtikraftar reyna að koma kóngi í gott skap í von um verðlaun, þar á meðal einn sem reynist hafa að sýna innilokaðan strump í búri. Félagarnir frelsa strumpinn sem segir frá því að mikil ógn vofi yfir Strumpalandi. Hinrik og Hagbarður hyggjast rjúka af stað til bjargar, en kóngurinn vill ólmur fara með og hlustar ekki á neinar úrtöluraddir.

Félagarnir leita á náðir galdrakarls sem bregður upp mynd í kristalskúlu sinni af Strumpaþorpi í rjúkandi rúst og Yfirstrumpi fjötruðum. Þeir halda strax af stað, en taka þó fyrst með sér galdrastarf sem töfrar fram vatnsuppsprettur með réttri meðhöndlun. Eftir göngu um fenjasvæði, eyðimerkur og snjóbreiður koma þeir á áfangastað. Þar verður fyrir þeim eldspúandi dreki. Drekinn er í eigu óþokka sem þrælkar strumpana til að vinna í demantanámu. Þeir rota drekann og yfirbuga eigandann en þurfa að finna leið til að gera dýrið óskaðlegt. Þeim hugkvæmist að nota töfrakvistinn til að slökkva í elduppsprettunni í iðrum dýrsins. Þeir snúa aftur til síns heima.

Íslensk útgáfa

breyta

Landið týnda kom út hjá bókaútgáfunni Iðunni árið 1983 í þýðingu Bjarna Fr. Karlssonar. Hún var fjórða Hinriks og Hagbarðs-bókin sem kom út á íslensku.