Hámeraætt

(Endurbeint frá Lamnidae)

Hámeraætt (Lamnidae) er ætt stórra úthafs- og uppsjávarfiska, af ættbálki háfiska. Þetta eru hraðsyndir fiskar, sem finnast í öllum heimshöfum og flækjast víða upp að ströndum. Þeir hafa hvassa trjónu og eru allir mjög rennilegir. Bakuggar eru tveir og gaddalausir. Sá fremri stór og stífur, en sá aftari lítill. Kviðuggar eru smáir og situr sá fremri aftan við fremri bakugga. Eyruggar eru stórir og sporður sömuleiðis. Kjaftur er stór, bogadreginn og vel tenntur. Tálknaop fremur stór.

Hámeraætt
Tímabil steingervinga: Síðkrítartímabilið - nútíma
Hvítháfur (Carcharodon carcharias)
Hvítháfur (Carcharodon carcharias)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Ættbálkur: Stórháfar (Lamniformes)
Ætt: Hámeraætt (Lamnidae)
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.