Lambagras (fræðiheiti: Silene acaulis) er lítil jurt sem vex á Norðurslóðum og í fjöllum á suðlægari breiddargráðum í Evrópu og Norður-Ameríku. Það vex á melum, í þurrum sendnum jarðvegi. Það myndar kúlulaga þúfur með þéttum löngum stönglum sem bera 3-5 lítil lauf á endanum og leifar af eldri laufum neðar á stönglinum. Þúfan er með eina mjög langa stólparót sem kallast holtarót. Þegar jurtin blómgast koma mörg lítil bleik eða hvít blóm á þúfuna, fyrst sunnan megin.

Lambagras

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasbálkur (Caryophyllales)
Ætt: Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)
Ættkvísl: Hjartagrös (Silene)
Tegund:
S. acaulis

Tvínefni
Silene acaulis
(L.) Jacq.

Á Íslandi er lambagras algengt um allt land, bæði á láglendi og hálendi.

Tenglar

breyta
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.