Lagahyggja er hugtak sem notast er við í lögfræði og samfélagslegri umræðu. Hugtakið felur í sér ákveðna afstöðu eða viðhorf til laga og hefur áhrif bæði á það hvernig lög eru skrifuð og hvernig þau eru túlkuð og beitt í framkvæmd.

Með lagahyggju er einblínt á lagabókstafinn og hann túlkaður afar þröngt þannig að lítið eða ekkert tillit er tekið til tilgangs lagasetningarinnar og heildarsýnin um það hverju lagasetningin átti að ná fram tapast eða skerðist verulega. Oft er talið að þröng lagahyggja bjóði upp á að lög séu slitin úr tengslum við þann raunveruleika sem þeim er ætlað að hafa áhrif á.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.