Lúsitanía (latína: Lusitania) var rómverskt skattland sem náði yfir það sem nú er Portúgal, auk spænska héraðsins Extremadúra og Salamanca-sýslu. Það var nefnt eftir lúsitönum sem töluðu lúsitönsku og börðust gegn Rómverjum á 2. öld f.Kr. Höfuðborg landsins var Emerita Augusta (nú Mérida á Spáni). Upphaflega var Lúsitanía hluti af skattlandinu Hispania Ulterior en varð að sérstöku skattlandi við upphaf keisaradæmisins.