Lúkasarmálið
Lúkasarmálið svokallaða átti sér stað sumarið 2007 þegar hundur að nafni Lúkas hvarf nærri Akureyri. Út breiddist sú lygasaga að honum hefði verið komið fyrir í íþróttatösku og að sparkað hefði verið í töskuna þar til hundurinn drapst. Sagan breiddist hratt út og vakti reiði margra, sá grunaði var ofsóttur og hlaut morðhótanir, og minningarvökur og kertafleytingar voru haldnar. Hundurinn fannst nokkrum vikum síðar á lífi við Vaðlaheiði fyrir utan Akureyri.[1][2][3] Þetta var með stærstu fréttum landsins þetta sumarið.[4]
Atburðir
breytaLúkas var hreinræktaður kínverskur smáhundur af tegundinni „Chinese Crested“[5][6] sem strauk af heimil sínu í lok maí 2007.[7][5] Hann var nýkominn úr geldingaraðgerð og strauk út um glugga.[5] Hópur fólks leitaði að hundinum í nokkrar vikur og eigandinn lofaði háum fundarlaunum.[5]
Upp kom sú saga að á Bíladögum á Akureyri[2] (15. til 17. júní)[7] hefði hópur pilta á aldrinum 16 til 21 fundið hundinn, komið honum fyrir í íþróttatösku, og drepið hann með því að sparka töskunni á milli sín þar til hundurinn hætti að veina.[2][7] Verknaðurinn var kærður til lögreglu í lok júní.[5]
Samkvæmt sögunni var höfuðpaurinn á bak við þetta verk ungur maður úr Reykjavík,[5] Helgi Rafn Brynjarsson.[1] Málið vakti gríðarlega reiði og fóru netverjar öllum illum orðum um hann. Honum var hótað lífláti,[3] setið var um hús hans,[1] og ráðist var á hann í matvöruverslun.[1] Að auki missti Helgi vinnuna sem ljósmyndari.[8]
Minningarathafnir voru haldnar bæði á Akureyri og í Reykjavík.[2] Kertum var fleytt við Blómaval á Akureyri og Geirsnef í Reykjavík,[9] um hundrað manns mættu á hvora athöfnina.[3][7]
16. júlí 2007 fannst hundurinn svo á lífi við ruslahaug nálægt Vaðlaheiði.[2][8] Hundurinn leit víst nokkuð illa út.[8]
Eftirmálar
breytaHundrað manns voru kærðir fyrir ærumeiðingar í garð Helga.[10] Helgi fékk 200 þúsund krónur í miskabætur í dómi gegn einnri konu árið 2011.[11][12]
Lúkas dó árið 2011, þá fimm ára gamall.[6]
Leikhópurinn Norðurbandalagið setti upp leikrit um málið á Akureyri 2013.[2] Helga var boðið sem heiðursgesti[13] og var að sögn mjög hrifinn.[14]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Lúkasarmálið lifir enn - vill skaðabætur - Vísir“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 „Hundurinn Lúkas snýr aftur“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Una Sighvatsdóttir. „Dæmd fyrir ærumeiðingar í Lúkasarmálinu“. Morgunblaðið. bls. 6. Sótt 2. nóvember 2020 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Lúkas fanns á lífi“. DV. 21. ágúst 2017 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 5,5 „Hrottaleg misþyrming á hundi kærð - Vísir“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ 6,0 6,1 „Lúkas er dauður - Vísir“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ 7,0 7,1 7,2 7,3 „Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas - Vísir“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ 8,0 8,1 8,2 „Sumarið ónýtt vegna ásakana um hundadráp“. DV. 17. ágúst 2007 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Minningarathafnir um hundinn Lúkas - Vísir“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ „Hundrað hafa verið kærðir - Vísir“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ „Dómur í Lúkasarmáli“. RÚV. 14. febrúar 2011. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ „Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum - Vísir“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ „Helgi heiðursgestur á leikritinu Lúkas - Vísir“. visir.is. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ „Mjög umhugsunarverður Lúkas“. Morgunblaðið. Sótt 2. nóvember 2020 – gegnum Tímarit.is.