Lúdó og Stefán - Lúdó og Stefán 1977
Lúdó og Stefán - Lúdó og Stefán 1977 er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1977. Á henni syngur Lúdó og Stefán dægurlög. Jón Sigurðsson útsetti og stjórnaði hljóðfæraleik við hljóðritun. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaður var Sigurður Árnason, sem jafnframt annaðist hljóðblöndun ásamt Lúdó og Stefáni. Hljómsveitina skipa: Elfar Berg, píanó; Hans Kragh, trommur. Berti Möller, bassi, gítar, söngur. Stefán Jónsson syngur. Auk þess leikur Þorleifur Gíslason allar saxófónsólóar og blásturs- og strengja-hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands aðstoða í allmörgum lögum.
Lúdó og Stefán - Lúdó og Stefán 1977 | |
---|---|
SG - 107 | |
Flytjandi | Lúdó og Stefán |
Gefin út | 1977 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Sigurður Árnason |
Lagalisti
breyta- Pabbi og mamma rokkuðu - Lag - texti: Swan — Berti Möller - Stefán Jónsson syngur
- Halti Jón - Lag - texti: Price/Logan — Þorsteinn Eggertsson - Stefán Jónsson syngur
- Rokk um alla blokk - Lag - texti: M C Freedman/J. DeKnight — Ómar Ragnarsson - Berti Möller syngur
- Ég er þér gleymdur? - Lag - texti: King/Goffin — Óskar Ingimarsson - Stefán og Berti syngja
- Hvernig börn verða til - Lag - texti: H. Newman — Berti Möller - Stefán og Berti syngja
- Ég er þín - Lag - texti: F. Domino/D Bartholomew — Þorsteinn Eggertsson - Stefán syngur
- Bless, bless - Lag - texti: B. Darin/J. Murray — Þorstinn Eggertsson - Stefán syngur ⓘ
- Konni, Beggi og bolinn - Lag - texti: G. Goehring — Þorsteinn Eggertsson - Berti syngur
- Brenninetla - Lag - texti: Lieber/Stoller — Þorsteinn Eggertsson - Stefán syngur
- Þú ert svo tælandi - Lag - texti: B. & D. Sherman — Þorsteinn Eggensson - Stefán syngur
- Þú talar of mikið - Lag - texti: J. J. Jones/R.Hall — Þorsteinn Eggertsson - Stefán syngur
- Smalahundurinn - Lag - texti: Paul Anka — Berti Möller - Berti Möller syngur.
BLESS BLESS
breyta- Bless, bless!
- Ég er farinn á sjó
- og ég kem ekki aftur í bráð.
- Stálhress
- er ég, kerli mín, þó
- kolvitlausu veðri sé spáð.
- Það verður
- endalaust púl.
- Kannski milljón á mann,
- Þó megnið af því fari víst í
- ríkiskassann.
- En, jæja...
- Bless, bless.
- Ég er farinn í ferð.
- Ég vona bar´að veiðarfærin sé´ af bestu gerð.
- Svo verður þveginn lestargaflinn,
- dreginn einhver afli,
- hlegið yfir babbli
- eða
- legið yfir tafli...
- Þaldég!
- Hæ, hó!
- Og svo kem ég í land,
- Hring´í þig og leik milljóner – já.
- Bingó!
- Ég fæ seðl´eins og sand,
- Ef að verður heppnin með mér.
- Við hittum allskonar lið,
- snúum borginni við.
- Svo kveð ég uppúr þurru og fer beint út á mið.
- Þá seg´ég:
- „Bless, bless.
- Nú finnst mér komið nóg“,
- og hopp´ um borð og hendist út á sjó.
- Þar verður þveginn lestargaflinn,
- dreginn einhver afli,
- hlegið yfir babbli
- eða
- legið yfir tafli...
- Já,
- Það verður
- þveginn lestargaflinn,
- dreginn einhver afli,
- hlegið yfir babbli
- og legið yfir tafli...