Lögberg er staður á Þingvöllum sem var miðdepill þinghalds Alþingis á þjóðveldisöld Íslands, frá árinu 930 til áranna 1262-64.[1]

Mynd af þinghaldi á Lögbergi eftir William Gershom Collingwood frá 19. öld.
Bergstallurinn efst á Hallinum, þar sem nú er fánastöng, er talin ein möguleg staðsetning Lögbergs.

Lögsögumaður Alþingis, sem hafði það hlutverk að geyma lög þjóðveldisins í minni sér og segja þau upp í heyranda hljóði, hafði sitt rými á Lögbergi. Við þinghald á Lögbergi máttu allir stíga fram og flytja ræður um mikilvæg mál eða segja fréttir af markverðum atburðum. Þar fóru jafnframt fram þinghelgun og þinglausnir, úrskurðir Lögréttu voru tilkynntir, tímatal rétt, stefnur birtar og önnur tíðindi sem fram sem vörðuðu þjóðina.[1][2]

Hlutverki Lögbergs í sögu Alþingis lauk á árunum 1262-64 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála.[1]

Ekki er vitað nákvæmlega hvar á Þingvöllum Lögberg var staðsett.[3] Tvær kenningar eru fyrirferðamestar um staðsetningu þess. Annars vegar hefur verið stungið upp á því að Lögberg hafi verið á flötum bergstalli efst á Hallinum fyrir norðan Hamraskarð þar sem nú er fánastöng. Hin tilgátan er að Lögberg hafi verið inni í Almannagjá við hamravegginn. Fornleifarannsóknir hafa ekki enn gefið nákvæmar vísbendingar um staðsetningu Lögbergs.[1]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Lögberg“. Thingvellir.is. Þingvallaþjóðgarður. Sótt 7. maí 2023.
  2. „Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?“. Vísindavefurinn.
  3. „Lögberg“. islendingasogur.is. Sótt 7. maí 2023.