Lóður er einn ása í norrænni goðafræði.

Hœnir, Lóður og Óðinn skapa Ask og Emblu.

Í Völuspá birtist Lóður ásamt Óðni og Hæni sem einn af sköpurum mannanna. Þar er kveðið á um að Lóður hafi gefið mönnunum (Askur og Embla) „lá“.[1] Óvíst er hver merking þessa orðs er í þessu samhengi en líklega er átt við að Lóður hafi gefið mönnunum líf. Aðrar frásagnir af sköpun fyrstu mannanna í norrænum kveðskap nefna bræður Óðins, Vilja og í þessu samhengi fremur en Hæni og Lóð og má því vera að Lóðurr sé annað nafn á Vé.

Uppi eru nokkrar kenningar um að Loki og Lóður séu sama persónan vegna hljóðlíkingar, eða að Lóður sé kenning fyrir Frey,[2] en engin eining er um það.

Tilvísanir breyta

  1. Völuspá 18da erindi, Snerpa, sótt 4. desember 2023.
  2. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.