Lóðrétt samþætting
Lóðrétt samþætting er hugtak í viðskiptafræði sem vísar til ákveðinnar tegundar framleiðslustjórnunar. Lóðrétt samþætt fyrirtæki mynda eins konar stigveldi og eru í sameiginlegri eigu. Það telst lóðrétt samþætting þegar einn og sami eigandi fyrirtækis á fyrirtæki sem framleiðir, flytur og selur vöruna. Sem dæmi um lóðrétta samþættingu má nefna sölu olíu á Íslandi en í því tilviki eiga fyrirtæki sem reka bensínstöðvarnar einnig fyrirtækið sem sér um birgðahald og dreifingu.[1] Andstaðan við lóðrétta samþættingu er lárétt samþætting. Lóðrétt samþætting á sér oft stað þar sem markaður stjórnast af fáum eða jafnvel einum aðila.