Lífsleikni (oft skammstafað sem LKN) er námsgrein sem á að veita börnum og ungmennum fróðleik um ýmislegt í lífinu sem ekki er fjallað um í hefðbundnum námsgreinum, gera þau leikin í að lifa lífinu, kenna þeim listina að lifa. Lífsleikni felur í sér víðtæka nálgun á fjölbreyttu efni þar sem aldur og þroski nemenda skiptir megin máli í efnisvali og efnistökum.

Lífsleikni kom inn í aðalnámskrá grunnskóla árið 1999 en áður hafði þetta fag verið kennt í framhaldsskólum. Á seinni árum hefur lífsleikni einnig verið á dagskrá leikskóla.

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.