Léttlestin í Óðinsvéum
Léttlestin í Óðinsvéum (danska: Odense Letbane) er léttlestarkerfi í Óðinsvéum í Danmörku. Fyrsti hluti kerfisins hóf starfsemi 28. maí 2022. Fyrsta línan er 14,5 km löng og fer um 26 biðstöðvar, á milli Taarup í norðvesturhlutanum, að Hjallese í suðurhlutanum. Lestirnar eru af gerðinni Stadler Variobahn. Kostnaður við línuna var áætlaður 3,3 milljarðar danskra króna árið 2017, og áætlaður farþegafjöldi er 34.000 á dag.
Áætlað er að önnur línan verði 7,8 km og muni kosta 1,9 milljarða. Ekki hefur verið gengið frá fjármögnun hennar.