Lárus Sveinsson - Stef úr Dr. Zhivago

Stef úr Dr. Zhivago er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni flytur Lárus Sveinsson fjögur lög. Ljósmynd á framhliö: Bragi Hinriksson.

Stef úr Dr. Zhivago
Ljósmynd af framhlið er eftir Braga Hinriksson{{{texti}}}
SG - 523
FlytjandiLárus Sveinsson
Gefin út1967
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti breyta

  1. Þögnin - Lag: Celeste, Brezza
  2. Stef úr Dr. Zhivago - Lag: Naurice Jarre
  3. Í fjarlægð - Lag: Karl Ó. Runólfsson
  4. Í dag skein sól - Lag: Páll Ísólfsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags breyta

 
Fyrsta hljóðfæri Lárusar Sveinssonar var gítar. Þetta var heima á Norðfirði og þá var hann þrettán ára. Um svipað leyti fór hann að leika með Lúðrasveit Neskaupsstaðar á alt-horn og básúnu. Lárus var orðinn sautján ára þegar hann tók trompetinn fyrir og naut þá góðrar tilsagnar Haraldar Guðmundssonar stjórnanda lúðrasveitarinnar.

Haraldur, og reyndar fleiri á Norðfirði sáu hvað í Lárusi bjó og hvöttu hann til náms í Reykjavík, þar sem hann gæti fengið ýtarlegri kennslu. Lárus var þar við nám hjá Páli Pampickler, sem hvatti hann til að halda utan og afla sér fullkominnar menntunar við hin beztu skilyrði. Þetta gerði Lárus og var hann við nám hjá prófessor Jósef Levora í Vínarborg í hálft sjötta ár. Þar lék hann síðan með Fílharmoníuhljómsveit Vínarborgar og einnig Sinfóníuhljómsveit Ríkisóperunnar í Vín.

Um jólin 1966 kom Lárus heim til Íslands og varð það úr, að hann fór að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem fágaður leikur hans vakti strax athygli.

Meðan Lárus var á Norðfirði lék hann í danshljómsveit og má segja að hann sé jafnvígur á dansmúsik og klassíska. Á þessari hljómplötu leikur hann lagið Þögnin, sem ítalskur trompetleikari gerði vinsælt í Evrópu fyrir tveimur árum. Síðan kemur hið fallega Stef úr kvikmyndinni Dr. Zhivago. Þá eru það tvö íslenzk lög, sem aldrei hafa heyrst í þeirri útsetningu, sem heyra má hér. Hin fallegu lög Í fjarlægð eftir Karl Ó. Runólfsson og Í dag skein sól eftir Pál Ísólfsson.