Samræðisaldur
(Endurbeint frá Kynferðislegur lágmarksaldur)
Samræðisaldur er sá aldur þegar einstaklingur má löglega stunda kynmök og samþykkja kynmök við aðra. Lög um samræðisaldur eru mismunandi eftir löndum og þó að lágmarksaldurinn sé í flestum löndum á milli 14 og 18 ára er hann í sumum löndum allt niður í 12 ára aldur og allt upp í 21 árs aldur í öðrum löndum. Í sumum löndum er samræðisaldur ekki sá sami fyrir gagnkynhneigða og samkynhneigða og í sumum löndum er undantekning frá lögum um lágmarksaldurinn ef kynmök eru stunduð á milli fólks á sama aldri. Sá sem brýtur lögin um lágmarksaldurinn gæti verið ákærður um smáglæp eða nauðgun — þetta ræðst af lögunum í landinu þar sem brotið er framið.