Kumari
Kumari er lifandi gyðja í Nepal. Stúlka úr búddista-fjölskyldu af höfuðborgarsvæðinu, sem talin er vera endurholdgun á gyðjunni Taleju, er tekin í guðatölu eftir að hafa þreytt nokkur próf. Í kringum 4-5 ára aldur þurfa stúlkurnar að þreyta próf og þar má til dæmis nefna að vera óhræddar lokaðar einar inni í herbergi með öskrandi djöflum og hausum af dauðum dýrum. Stúlkurnar bera titilinn þar til að fyrstu blæðingum þeirra kemur en nafnið „kumari“ þýðir einfaldlega „hrein mey“.