Kuldaofnæmi er sjúkdómur þar sem að kuldi getur valdið útbrotum. Þeim fylgir oft kláði.

Útbrot eftir kulda.

Í versta falli getur sjúklingurinn fengið ofnæmislost sem getur leitt til dauða sökum súrefnisskorts. Læknar vara einkum við því að þeir sem eru haldnir kuldaofnæmi fari í sturtur utandyra, eins og í sundlaugum, þeir geta orðið fyrir blóðþrýstingsfalli sem getur lokað fyrir öndun.

Ástæður kuldaofnæmis eru ekki ljósar en grunur beinist helst að erfðum og umhverfisáhrifum. Einnig geta gigtarsjúkdómar, sjálfsofnæmissjúkdómar og krabbamein orsakað svipaða kvilla.

Úrræði

breyta

Ofnæmistöflur geta slegið á helstu einkenni. Í allra verstu tilvikum getur sjúklingurinn neyðst til þess að flytja í hlýrra loftslag.

Heimildir

breyta