Krypton
Frumefni með efnatáknið Kr og sætistöluna 36
Krypton er frumefni með efnatáknið Kr og sætistöluna 36 í lotukerfinu. Það er litlaust eðalgas og finnst í mjög litlu magni í andrúmsloftinu. Það er einangrað með því að þátta loft í vökvaformi og er mikið notað með öðrum eðalgösum í flúrljós. Krypton er í flestöllum tilfellum algerlega óvirkt en þó er vitað að það myndar stundum efnasambönd með flúor. Krypton getur einnig myndað holefni með vatni þegar kryptonatóm eru föst í grindverki af vatnssameindum.
Argon | |||||||||||||||||||||||||
Joð | Krypton | ||||||||||||||||||||||||
Xenon | |||||||||||||||||||||||||
|