Kritikal Mazz

Íslensk hljómsveit

Kritikal Mazz var íslensk rapphljómsveit sem samanstóð af þeim Úlfi Kolka (Ciphah), Reptor (Michael Vaughan), Rubin Karl (Scienz),Jakob Reynir Jakobsson (Plain) og Ágústu Evu. Þau gáfu út samnefnda plötu árið 2002 hjá Smekkleysu sem var tilnefnd sem Hiphop plata ársins á Tónlistarverðlaunum Radíó X & Undirtóna. Trausti Júlíusson, gagnrýnandi fyrir Fókus, sagði plötuna vera með bestu hiphop plötum sem komið hafa út á Íslandi.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.