Kraki (óvættur)
Kraki (eða krakinn) er þjóðsögulegt sjávarskrímsli sem gamlar sögur segja að hafi verið á sveimi við strendur Noregs og Íslands. Í Riti hins íslenska Lærdómslistafélags á ofanverðri 18. öld segir svo frá krakanum: „Krakinn er [..] sæ-dýr, svo stórt at eigi skal finnaz þess líki“. Orðið kraki er skylt sögninni að krækja (í e-ð) og nafnorðinu krókur. Mjög líklega hafa menn áður fyrr ímyndað sér að krakinn væri risavaxinn og ekki svo mjög frábrugðinn kolkrabbanum sem er með renglulega útlimi og á auðvelt með að krækja í hluti.
- Getur líka átt við akkeristegundina kraka.