Krakatá
eldfjallaeyja í Sundasundi í Indónesíu
Krakatá (indónesíska: Krakatau) er eldfjallaeyja í Sundasundi, milli Jövu og Súmötru í Indónesíu. Eldfjallið á eyjunni heitir einnig Krakatá og það hefur gosið oft og kröftuglega. Gosið 1883 var eitt mesta stórgos á sögulegum tíma í heiminum.
Við eldstöðina gaus eyjan Anak Krakatá árið 2018 með þeim afleiðingum að hluti hennar hrundi. Afleiðingin var flóðbylgja sem olli dauða yfir 400 manns.