Krösos (eða Krösus) (gríska: Κροῖσος) (595 f.Kr. – u.þ.b. 547? f.Kr.) var síðasti konungur Lýdíu, sonur Alyattes II. Krösos gafst upp fyrir Persum í kringum 547 f.Kr. Fall hans hafði mikil áhrif á Forn-Grikki og varð þeim fast viðmið í dagatalinu. Krösos var mjög þekktur fyrir auðlegð sína, og í sumum tungumálum er talað um að einhver sé „ríkur sem Krösos“ eða „ríkari en Krösos“.

Krösos tekur við skatti af hendi lýdísks bónda, mynd eftir Claude Vignon.
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.