Kröfuréttur er svið lögfræðinnar sem telst til fjármunaréttar. Kröfuréttur er samheiti yfir þau lögvörðu réttindi sem felast í kröfu eða kunna að stofnast við kröfu. Þær réttarreglur sem fjalla um réttarstöðu tveggja eða fleiri aðila í innbyrðis samskiptum þeirra í fjármunaréttarlegu skuldarsambandi teljast til sviðs kröfuréttar.

Efni kröfuréttinda

breyta

Krafa er varðar eignarréttindi

breyta

Skuldarinn skal láta kröfuhafa hafa einhver eignarréttindi sín. Til að mynda lætur seljandi bifreiðar kaupandanum í té bifreiðina en kaupandinn lætur á móti kaupverðið.

Krafa er varðar vinnuframlag

breyta

Skuldari skal láta kröfuhafa hafa vinnuframlag sitt. Til að mynda lætur smiður verktaka í té vinnu sína en á móti greiðir verktakinn smiðinum laun.

Krafa um að láta eitthvað ógert

breyta

Skuldari skal láta eitthvað ógert sem honum ella myndi vera leyfilegt að gera. Dæmi um þetta er ákvæði vinnusamninga þess efnis að starfsmaður skuldbindi sig til að starfa ekki hjá samkeppnisaðila í tiltekinn tíma að ráðningasambandi loknu.

Krafa er bindur aflahæfi

breyta

Skuldari skal láta aflahæfi sitt í tiltekinn tíma renna í hendur kröfuhafa.

Skilyrði réttarverndar kröfu

breyta

Til þess að krafa sé lögvarin í þeim skilningi að hún njóti vernd réttarins, það er að kröfuhafi eigi lögvarinn rétt á að krafan verði efnd, verður hún að uppfylla eftirtalin þrjú skilyrði. Ef skilyrðum um lögvernd er ekki fullnægt er ekki hægt að knýja skuldara til að efna kröfuna með úrræðum réttarskipunarinnar.