Kröfuhafaskipti
Kröfuhafaskipti er þegar kröfuhafa er skipt út fyrir annan. Útskipting fer fram með þeim hætti að kröfuhafinn sem fer út (framseljandi) framselur kröfu sinni til kröfuhafans sem kemur í hans stað (framsalshafa).
Almenna reglan er sú að kröfuhafa hverju sinni er heimilt að framselja kröfu sína á hendur skuldara án samþykkis hins síðarnefnda, að því gefnu að krafan geymi ekki reglur sem banna eða takmarka slíkt framsal. Réttlætingin fyrir þessu eru þarfir viðskiptalífsins auk þess sem (nær) engar breytingar verða á skyldum skuldarans.