Kostas Vaxevanis er grískur blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Hot Doc. Vaxevanis var handtekinn þann 28. október árið 2012 í kjölfar þess að Hot Doc birti hinn svokallaða „Lagarde-lista“ en á listanum eru nöfn um 2.000 Grikkja sem eru sagðir vera með bankareikning í útibúi HSBC-bankans í Genf. Á listanum eru meðal annars fyrrverandi menningarmálaráðherra Grikklands, starfsmenn gríska fjármálaráðuneytisins og framámenn í grísku viðskiptalífi.[1][2][3]

Kostas Vaxevanis.

Tilvísanir

breyta
  1. „Greece arrests journalist over 'Lagarde List' banks leak“. Sótt 1. nóvember 2012 2012.
  2. „Greek magazine editor in court for naming alleged tax evaders“. Sótt 1. nóvember 2012 2012.
  3. „Greek Editor Is Arrested After Publishing a List of Swiss Bank Accounts“. Sótt 1. nóvember 2012 2012.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.