Konubókastofa
Konubókastofa er íslenskt safn sem staðsett er á Eyrarbakka. Safnið var formlega stofnað í apríl árið 2013 af Rannveigu Önnu Jónsdóttur bókmenntafræðingi. Konubókastofa er fræðslu- og varðveislusafn tileinkað íslenskum kvenrithöfundum og verkum þeirra. Safnið heldur ritverkum íslenskra kvenna til haga og annast kynningu á verkum þeirra innanlands og utan. Safnið er opið almenningi og hefur haldið ýmsa viðburði, s.s. upplestra, kynningar á verkum kvenna og einnig haldið úti hlaðvarpsþáttum þar sem fjallað er um bækur kvenna.
Í janúar 2013 ákvað Sveitarfélagið Árborg að útvega safninu eitt herbergi til afnota í húsinu Blátúni á Eyrarbakka en bókasafn staðarins er þar einnig til húsa. Konubókastofa er einkum fjármögnuð með frjálsum framlögum en einnig í gegnum Hagsmunafélag Konubókastofu þar sem velunnarar greiða árgjald tvisvar á ári.[1]