Kolybel'naya dlya vulkana
Kolybel'naya dlya vulkana (rússneska: Колыбельная для вулкана) var framlag Rússlands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1995. Þýðing á titli lagins er "Vögguvísa fyrir eldfjallið". Í lok atkvæðagreiðslunar hafði lagið náð 17 stigum og lenti í sama sæti, 17. sæti, sem er versti árangur fyrir Rússlands í sögu þeirra í keppnini.