Kolding
Kolding er kaupstaður á austanverðu suður-Jótlandi í Danmörku. Íbúarfjöldi í Kolding er 60.854 (2019) sem gerir hann 6. stærsta þéttbýlisstað Danmerkur. Elsti hluti bæjarins liggur í dal og í norður og suður breiðir bærinn sig upp hliðar dalsins.
