Kolbrún Jónsdóttir

Kolbrún Jónsdóttir (12. september 192322. júlí 1971) var íslenskur myndhöggvari. Hún fæddist á Hólum í Hornafirði, á ættaróðali feðra sinna og flutti tæplega ársgömul til Kaupmannahafnar með foreldrum sínum. Þar voru þau búsett til 1929 er þau fluttu til Reykjavíkur. Hún var dóttir Jóns Þorleifssonar listmálara (1891-1961) og Rakelar Ólafar Pétursdóttur, ljósmóður og línræktarkonu í Blátúni (1897-1954).

Kolbrún var kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur 1950. Hún nam höggmyndalist við Mills College, Oakland Kaliforníu á árunum 1943 - 1948. Hún hlaut fyrstu verðlaun í myndhöggvaralist er skólinn veitti árið 1945.[1] Kolbrún sýndi teikningar í Listamannaskálanum ásamt Jóni Þorleifssyni árið 11. - 23. nóvember 1948.

Tilvísanir Breyta

  1. M.G. 1948. Nýtt kvennablað 9. árgangur, 2 tölublað, bls. 3
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.