Koddaskel
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Panopea generosa A. A. Gould, 1850 | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Panopea generosa solida Dall, 1898 |
Útlit/stærð
breytaGeoduck sem nefnd hefur verið Koddaskel á íslensku finnst við Kyrrahafsströnd Kanada og Bandaríkjanna. Hún er á meðal sérstæðustu sjávarnytja í heiminum. Koddaskelin getur náð allt að 20 cm á lengd og 5,4 kg í þyngd. Hún grefur sig ofan í mölina á hafsbotninum þar sem hún nærist á smáum lífverum. Koddaskel hefur fót sem hún notar til að færa sig á milli staða. Koddaskeljarnar eru langlífar og elsta koddaskel sem skráð hefur verið í Kanada er talin hafa náð 168 ára aldri. Hægt er að meta aldur koddaskeljar með því að telja árhringina sem myndast á skelinni. Koddaskel er að meðaltali 195 mm að lengd.
Koddaskeljar eru þekktar fyrir sitt óvenjulega útlit, þar sem þær minna óneitanlega á getnaðarlim karlmanns, þar sem sogpípan liggur út úr skelinni. Sogpípuna notar koddaskelin við fæðuleit og losar sig síðan við sjóinn í gegnum hana. Ólíkt mörgum öðrum samlokum geta koddaskeljarnar ekki lokað samlokunni sinni.
Hrygning
breytaÍ lok apríl og fram í júní sleppa karldýrin sæði sínu út í sjóinn sem veldur því að kvendýrin fara að hrygna 7 – 10 milljón hrognum. Innan 48 klst byrja síðan litlar lirfur með skel að synda um; að viku liðinni falla lirfurnar á hafsbotninn þar sem þær grafa sig í mölina. Talið er að lirfurnar nái kynþroska á þriðja ári.
Veiðar
breytaReyndir kafarar eru sendir með bátum meðfram strönd Bresku Kólumbíu þar sem er að finna hreint og tært vatn við fjöruborðið; kafararnir vinna á 10 – 20 m dýpi í leit sinni af Koddaskel. Þeir nota einskonar stút með háþrýstivatni sem dælt er úr bátnum sem þeir koma fyrir í sandinum, til að mýkja eða leysa sandinn. Þegar þeir hafa fundið Koddaskel er hún tekin varlega upp úr sandinum og sett í poka sem kafararnir hafa meðferðir og þegar hann hefur verið fylltur senda þeir boð til áhafnar sem tekur við pokanum.
Markaðir
breytaKoddaskel er helst seld í Alaska, Washington, Oregon og í Bresku Kolumbíu. Skelin er mjög verðmæt. Kína og Hong Kong eru mikilvægustu markaðir Koddaskeljanna þar sem 95% af öllum útflutningi fer þangað. Þrátt fyrir að Koddaskeljarnar séu verðlagaðar 20$ á pundið í heimalandinu geta markaðirnir selt þær á 100 – 150$ á pundið við komu til landanna. Einnig fæst hærra verð fyrir lifandi Koddaskeljar.
Frá árinu 2011 hefur mikið dregið úr eftirspurn á japönskum markaði og má rekja það til hárrar verðlagningar. Talið er að markaðirnir í Kína eigi eftir að fara stækkandi.
Koddaskel sem afurð
breytaKoddaskeljarnar eru hátt verðlagðar af veitingastöðum sem sjaldgæfur og dýr málsverður. Hún er með fínt og sætt kjöt með stökkri áferð sem gerir hana fullkomna til að borða hráa í réttum eins og t.d „crudo og sashimi“. Koddaskelin er einnig vinsæl í Asíu til suðu. Brothætt, stökk áferð aðskilur koddaskelina frá öðrum skeldýrum. Þegar koddaskelin er hrá þá hefur hún þessa stökka yfirbragð sem er mjög einstakt fyrir koddaskelina. Koddaskeljarnar eru taldar vera ástarlyf – sérstaklega í Kína.
Heimildir
breytaChefSteps. Fun facts for the geoduck aficioonado. Sótt af https://www.chefsteps.com/activities/cleaning-geoduck
Geoduck.(e.d). The Fishery. Sótt af http://www.geoduck.org/fishery.html#harves
Jón Már Halldórsson. (2004). Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir "geoduck á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér? Visindavefurinn. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4654
Lina Tran. (2016). Everything you need to know about Geoducks. Eater. Sótt af https://www.eater.com/2016/7/17/11691958/what-is-geoduck
World Register of Marine Species. (e.d) Panopea generosa A.A Gould, 1850. Sótt af http://www.marinespecies.org/aphia.php?p=taxdetails&id=545994