Koch-bræðurnir
Koch-bræðurnir eru áhrifamiklir athafnamenn í Bandaríkjunum og hafa þeir í gegnum tíðina aukið umsvif sín í stjórnmálum í Bandaríkjunum í gegnum styrki, sérfræðingahópa og aðrar rásir. Talið er að þeir hafi með þessu getað haft nánast bein áhrif á ákveðna tegund löggjafar í Bandaríkjunum þar sem að þeir hafa verið einir stærstu bakhjarlar Repúblíkana-flokksins um árabil.[1][2][3]
Bræðurnir
breytaÞegar að talað er um „Koch-bræðurna“ er oftast verið að vitna í þá Charles G. Koch (f. 1935) og David H. Koch (f. 1940; d. 2019). Þeir voru tveir af fjórum bræðrum sem allir áttu hlut í samsteypunni Koch Industries en nú er Charles einn eftir.[4][5] Hvor bróðir um sig er metinn á um 40,3 milljarða dollara og sitja því í fjórða sæti af 400 ríkustu einstaklingum í Bandaríkjunum og vegna pólitískra áhrifa þeirra sitja þeir saman í 24. sæti yfir valdamestu einstaklinga í heiminum. Þessi völd hafa bræðurnir skapað í gegnum mikla styrki til þingmanna, öldungadeildaþingmanna og í gegnum ýmsar greinar samsteypu sinnar og sérfræðingahópa sem þeir hafa sett á laggirnar.[6][7]
Pólitísk áhrif
breytaEins og fram kemur hér að ofan eru bræðurnir valdamiklir menn og hafa þeir safnað að sér þessum völdum í gegnum Repúblíkana-flokkinn í Bandaríkjunum. Koch Industries er annað stærsta einkafyrirtæki í Bandaríkjunum og skýrir það líka hve mikil áhrif þeirra eru.[8] Helsta barráttumál þeirra er barráttan gegn reglugerðum sem snerta losun gróðurhúsalofttegunda og hafa þeir nýtt sér bæði peninga og þrýsting frá sérfræðingahópum, sem njóta styrkja frá Koch Industries til þess að hafa áhrif á útkomu dómsmála og úrskurð þingnefnda um reglugerðir í þeim málum sem snerta losu gróðurhúsalofttegunda. Þeir hafa hreinlega barist fyrir því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (e. Environmental Protections Agency) verið lögð niður. Það sem skýrir þessa hegðun er einna helst það að Koch Industries er eitt af stærstu olíu- og gasfélögum í Bandaríkjunum og krefst sá geiri mikilliar losunar á gróðurhúsalofttegundum.[9]
Heimildir
breyta- ↑ Forbes. „Charles Koch“. Sótt 23.nóvember 2014.
- ↑ Forbes. „David Koch“. Sótt 23.nóvember 2014.
- ↑ Brad Johnson. „Meet the 40 members of the Congressional Koch caucus“. Sótt 23.nóvember 2014.
- ↑ e.h. „Charles Koch“. Sótt 23.nóvember 2014.
- ↑ e.h. „David Koch“. Sótt 23.nóvember 2014.
- ↑ Forbes. „Charles Koch“. Sótt 23.nóvember 2014.
- ↑ Forbes. „David Koch“. Sótt 23.nóvember 2014.
- ↑ Forbes. „America's Largest Private Companies“. Sótt 23.nóvember 2014.
- ↑ Hamburger, T., Hennessey, K. & Banerjee, N. „Koch Brothers Now at Heart of GOP Power“. Sótt 23.nóvember 2014.