Knipl er gamalt handverk sem er upprunnið í Evrópu. Knipl barst til Íslands á 18. öld. Það er aðferð til að flétta saman þráð til að búa til blúndur. Notuð eru knippilkefli (kniplistokkar) við blúndugerðina en það er trépinnar sem notaðir eru til að flétta saman og strekkja á þráðum. Hver þráður sem notaður er í verkið er undinn upp á slíkt kefli. Sá sem kniplar hefur ávalt tvenn pör af kniplistokkum í hvorri hendi og þannig er misjöfnum þráðum víxlað á mismunandi hátt. Í knipli er unnið með ákveðin slög en þau eru heilslag, hálfslag og léreftslag. Títiprjónum er stungið milli þráða í blúndunni. Algengast var að notaður væri fíngerður hörþráður.

Knipplingar unnir í kanadísku safni
Knipplingar unnir í Dubrovnik í (Króatíu)
Knipluð blúnda í vinnslu. Títuprjónum er stungið milli þráða í blúndunni.

Blúndur sem gerðar eru með þessari aðferð eru kallaðar kniplingar.

Sjá einnig

breyta

Heimildir

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.