Knud Stensen

(Endurbeint frá Knútur Steinsson)

Knud Stensen eða Knútur Steinsson var danskur maður sem var hirðstjóri á Íslandi um miðja 16. öld.

Hann varð hirðstjóri og kóngsins befalingsmaður yfir allt Ísland, eins og það er orðað í dómi Odds Gottskálkssonar lögmanns, sumarið 1554 og tók við embættinu af Poul Huitfeldt. Hann fór utan um haustið en kom aftur næsta vor og kallaði þá biskupana báða, Ólaf Hjaltason og Martein Einarsson, og lögmennina Odd Gottskálksson og Eggert Hannesson, ásamt fleiri fyrirmönnum, til sín á Bessastaði til að fá svör við ýmsum spurningum konungs um landshagi, klaustureignir, kirkjur og fleira.

Hann kom svo á hverju sumri næstu árin. Síðasta sumar hans í embætti, 1559, var hann sendur til Íslands af Friðriki konungi 2., sem þá hafði tekið við eftir lát Kristjáns 3., til að taka hollustueiða af landsmönnum. Hann lét svo af embætti en Páll Stígsson, sem líklega var fógeti alla hirðstjóratíð Knuds, tók við.

Heimildir breyta


Fyrirrennari:
Poul Huitfeldt
Hirðstjóri
(15541559)
Eftirmaður:
Poul Stigsen Hvide