Knäred
Knäred (danska: Knærød) er bær í sveitarfélaginu Laholm í Hallandi í Svíþjóð. Íbúar eru um 1100 talsins. Bærinn er aðallega þekktur fyrir friðarsamningana í Knærød sem bundu endi á Kalmarófriðinn milli Svíþjóðar og Danmerkur. Skilyrði samningsins voru Dönum mjög í hag.