Kleppavatn
stöðuvatn á Arnarvatnsheiði
Kleppavatn er vatn á Arnarvatnsheiði. Það er 0,76 km², grunnt og í 398 m hæð yfir sjó.
Bæði urriði og bleikja er í vatninu.
Leiðin til vatnsins er styttri og greiðari en til margra annarra vatna á heiðinni. Farið er út af gömlu þjóðleiðinni eftir jeppaslóð vestur yfir Norðlingafljót að Fiskivatni og síðan er jeppaslóð á milli vatnanna. Vegalengdin frá Reykjavík er 187 km.