Klamydía er kynsjúkdómur sem smitast með bakteríunni Chlamydia trachomatis. Hún smitast í slímhúðir og getur þá sýkt kynfæri, þvagrás, endaþarm, augu, og háls. Einkenni sýkingar eru sársauki við þvaglát, útferð (hvítleitur gröftur) úr typpi eða píku, og blæðing úr píku. Margir sýna þó engin einkenni. Sýkingin getur valdið bólgu í grindarholi og þess vegna valdið ófrjósemi hjá konum. Með notkun smokksins má koma í veg fyrir smit. Smit má meðhöndla með sýklalyfjum.

Hvert ár greinast meira en 2.200 Íslendingar af klamydíu, sem er langhæsta tíðni í Evrópu.[1][2][3]

Árið 1944 sýndi Maurice Ralph Hilleman bandarískur örverufræðingur sem sérhæfði sig í bólusetningum, fram á að klamydíusýkingarnar væri ekki vegna vírusa heldur af völdum bakteríutegundar (Chlamydia trachomatis) sem vex inni í frumum. Það væri því hægt að lækna klamydíu með pensilíngjöf.

Tilvitnanir breyta

  1. Klamydía Geymt 31 ágúst 2017 í Wayback Machine. Embætti landlæknis.
  2. Chlamydia - Annual Epidemiological Report for 2015 Geymt 23 október 2018 í Wayback Machine. European Centre for Disease Prevention and Control.
  3. Tilkynningarskyldir sjúkdómar 2010-2017. Geymt 29 október 2018 í Wayback Machine Embætti landlæknis.