Kjalvegur hinn forni

Kjalvegur hinn forni er gönguleið á milli Hveravalla og Hvítárnes á Kili. Á leiðinni eru skálar eða sæluhús á Hveravöllum, í Þjófadölum, Þverbrekknamúla og Hvítárnesi. Vegalengd er um 41 km og þykir hæfilegt að fara þessa leið á 2-3 dögum. Þessi forna gönguleið liggur mun vestar og nær Langjökli en akstursleiðin Kjalvegur og er miklu betur gróin.

HeimildBreyta