Kjörís
Kjörís ehf. er íslenskur ísframleiðandi staðsett í Hveragerði. Fyrirtækið hóf starfsemi 31. mars 1969 og hefur alltaf verið staðsett í Hveragerði. Kjörís er fjórði stærsti vinnuveitandinn þar og eru starfsmenn fyrirtækisins um 50 talsins. Kjörís er meðal þekktustu vörumerkja Íslands og hefur fyrirtækið fengið ýmsar viðurkenningar.
Saga
breytaFyrirtækið er og hefur alltaf verið fjölskyldufyrirtæki og var stofnað af bræðrunum Gylfa Hinrikssyni og Braga Hinrikssyni ásamt bræðrunum Hafsteini, Guðmundi og Sigfúsi Kristinssonum. Starfsemin byrjaði í 250 fermetra húsnæði en er nú komið í 5000 fermetra húsnæði í þremur húsum í Hveragerði ásamt dreifingarstöð á Akureyri og Ísafirði. Framleiðslutegundir Kjöríss voru í upphafi núgga-, súkkulaði- og vanillupakkaís ásamt frostpinnum en í dag eru vörutegundir fyrirtækisins um 160 talsins ásamt vinsælum innfluttum tegundum, t.d. Mars, Snickers og Bounty ís.
Ísdagur Kjöríss hefur verið haldinn árlega frá árinu 2007 á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði. Ísdagurinn er hluti af vöruþróun fyrirtækisins og lögð er sérstök ísleiðsla úr verksmiðjunni og út á bílaplan. Þar er gestum boðið upp á að bragða á nýstárlegum ístegundum. Til dæmis hefur verið boðið upp á sinnepsís, BBQ-ís, sykurpúðaís, öskuís, ís unninn úr brjóstamjólk sem og hefðbundnari bragðtegundir sem margar hafa að lokum farið í almenna framleiðslu hjá fyrirtækinu.
Stjórn og eigendur fyrirtækisins
breyta- Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis
- Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins frá árinu 1993 og situr. Valdimar var valinn maður ársins 2010 í íslensku atvinnulífi að mati Frjálsrar verslunar.
- Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, f.v. formaður samtaka iðnaðarins
- Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, kennari í Hveragerði.
Tenglar
breyta- Saga Kjöríss; af vefsíðu Kjöríss
- Um Kjörís; af vefsíðu Kjöríss
- Guðrún í Kjörís: Íslenskur iðnaður er burðarásinn; af vefsíðu Viðskiptablaðsins Geymt 8 apríl 2014 í Wayback Machine
- Framkvæmdastjóri Kjöríss maður ársins í íslensku atvinnulífi; af Vísi.is
- Ísdagurinn mikli í Hveragerði; af vefsíðu Morgunblaðsins