Kitchener er borg í suður-Ontaríó í Kanada. Hún er um 100km vestur af Toronto og hafði um 240.000 íbúa árið 2015. Stórborgarsvæðið, sem hefur að geyma samliggjandi borgirnar Waterloo og Cambridge, hefur yfir hálfa milljón íbúa.

Loftmynd af Kitchener.
Queen Street South, Kitchener.

Bærinn/borgin hét Berlín frá 1854 til 1916 en margir þýskir innflytjendur höfðu flutt til borgarinnar. Eftir fyrri heimstyrjöldina var allmikil andúð á Þjóðverjum og nafn borgarinnar breytt í atkvæðagreiðslu í Kitchener eftir breskum marskálk.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Kitchener, Ontario“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. okt. 2016.