Kirni eða núkleótíð[1] eru sameindir sem mynda grunneiningar kjarnsýranna RNA og DNA. Sum þeirra hafa einnig hlutverkum að gegna í orkuefnaskiptum (kirnin adenósínþrífosfat og gúanósínþrífosfat), innanfrumu boðefnaflutningi (hring-adenósín einfosfat og hring-gúanósín einfosfat), eða sem hlutar hjálparhvata (hjálparhvati A, falvín adenín tvíkirni, nikótínamíð adenín tvíkirni).[2]

Kirni eru samsett úr fosfati, sykrungi og basa

Bygging kirna

breyta
 
Bygging ríbósa með kolefnisnúmerum

Kirni eru sett saman úr þremur megin einingum: Basa, fimm-kolefna einsykru (sem er ýmist ríbósi eða deoxýríbósi) og einum, tveimur eða þremur fosfathópum. Basinn getur verið af ýmist púrín (adenín eða gúanín) eða pýrimidín (cýtósín, þýmín eða úrasíl) gerð. Basinn og sykran mynda saman einingu sem nefnd er núkleósíð, en þegar fosfathópurinn bætist við kallast kirnið núkleótíð. Fosfathópurinn getur sest á kolefni 2, 3, eða 5 á sykrunni, en algengast er hann sitji á kolefni 5. Hringkirni, á borð við hring-adenósín einfosfat, myndast þegar fosfathópurinn binst við tvo hýdroxýlhópa sykrunnar.[2]

Kjarnsýrur eru línulegar fjölliður kirna. Í DNA eru kirnissykran deoxýríbósi og basarnir eru adenín, gúanín, cýtósín og þýmín. Í RNA er sykran ríbósi og í stað þýmíns er úrasíl.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. Orðið „núkleótíð“[óvirkur tengill] á þýðingamiðstöðinni
  2. 2,0 2,1 B. Alberts, A. Johnson, J. Lewis, M. Raff, K. Roberts og P. Walter (2002). Molecular Biology of the Cell (4. útg.) Garland Science. ISBN 0-8153-4072-9.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.