Kevin Jan Magnussen (f. 5. október, 1992) er danskur ökumaður sem keyrir núna fyrir Haas liðið í Formúlu 1. Fyrsta ár Magnussen í Formúlu 1 var árið 2014 þegar hann gerði samning við McLaren liðið. Árinu á undan hafði Magnussen unnið Formúlu Renault 3.5 meistaramótaröðina með 274 stig og varð 60 stigum á undan næsta manni. Magnussen var í 2 ár hjá McLaren í Formúlu 1, seinna árið var hann varamaður fyrir liðið. Árið 2016 gekk hann til liðs við Renault og var þar í eitt tímabil. Árið 2017 skrifaði Magnussen undir samning hjá Haas og varð þar fyrst til ársins 2020. Árið 2022 fékk Magnussen síðan óvæntan annan samning hjá félaginu eftir að félagið rifti samningi við Nikita Mazepin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Magnussen hefur verið þar síðan en er ekki með samning frá liði fyrir árið 2025 í Formúlu 1.

Kevin Magnussen
Magnussen árið 2019
Fæðing
Kevin Jan Magnussen

5. október 1992 (1992-10-05) (32 ára)
ÞjóðerniDanmörk Danskur
Störf Formúlu 1 ökumaður