Ketillaugarfjall er 668 m hátt fjall í Nesjum í Hornafirði. Fjallið er allbratt og litríkt. Auðveldast er að ganga á það austan megin frá og er útsýni mikið og fagurt þegar upp er komið. Sú þjóðsaga er sögð um fjallið, að Ketillaug nokkur hafi gengið í fjallið og hafði hún með sér ketil, fullan af gulli. Af henni hefur fjallið nafn sitt.

Ketillaugarfjall
Bæta við mynd
Hæð668 metri
LandÍsland
SveitarfélagSveitarfélagið Hornafjörður
breyta upplýsingum
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.