Gorkúla
(Endurbeint frá Kerlingareldur)
Gorkúla eða sortukúla (fræðiheiti: Bovista nigrescens) er ætisveppur sem algengt er að finna á túnum og í görðum. Meðan kúlan er ung er hún hvít í gegn, kúlulaga og stinn viðkomu og nefnist þá merarostur og er ágætur matsveppur. Eftir því sem hún eldist verður hún græn og grautarkennd að innan og heitir þá gorkúla þar til hún verður að lokum dökkbrún og þurr og að innan eins og hún væri full af ryki en rykkornin eru gró sveppsins. Á því stigi nefnist hún kerlingareldur. Gorkúla og kerlingareldur eru óæt.[1]
Gorkúla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Merarostur, gorkúla og kerlingareldur
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Bovista nigrescens |
Tilvísanir
breyta- ↑ Flóra Íslands. Sortukúla - Bovista nigrescens. Sótt þann 14. mars 2017.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gorkúla.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Bovista nigrescens.