Geðdeyfðarlyf

Útgáfa frá 14. ágúst 2019 kl. 12:04 eftir 46.182.191.10 (spjall) Útgáfa frá 14. ágúst 2019 kl. 12:04 eftir 46.182.191.10 (spjall)

Þunglyndislyf eru lyf sem breyta eða leiðrétta magn taugaboðefna í heilanum og ná þannig fram tilætluðum áhrifum -- bættum geðhagi.

Flokkar þunglyndislyfja

Þunglyndislyfjum má skipta í þrjá flokka eftir lyfjafræði:

  1. Lyf sem hemja upptöku amína [taugaboðefni líkamans eru mörg hver amín, sbr adrenalín, dópamín, noradrenalín/norepinephrine, serótónín og histamín]
    • Lyf sem hemja upptöku serótóníns úr taugafrumubili (e. synapse) (SSRI)
      • Dæmi eru Fontex / Prozac (virka efnið fluoxetín), Zoloft (sertalín), Seroxat (paroxetín)
    • Lyf sem hemja bæði upptöku serótóníns og noradrenalíns úr taugafrumubili (SNRI lyf)
      • Dæmi er Efexor (venlafaxín)
    • Lyf sem hemja upptöku noradrenalíns úr taugafrumubili (NRI eða NERI lyf)
      • Dæmi eru Wellbutrin / Zyban (Búprópíón) og Edronax (reboxetine)
  2. Lyf sem hemja amín-viðtakann svo amínið [taugaboðefnið] binst ekki viðtakanum
    • Dæmi er Remeron (mirtazapine) sem binst við α2-noradrenalín viðtakann. Það leiðir af sér aukna virkni serótóníns í vissum hlutum heilans.
  3. Lyf sem hemja niðurbrot amína
    • Lyfin eru hemlar á ensímin sem brjóta niður amín (e. monoamine oxidase inhibitors, MAOI). Ýmist eru lyfin
      • ósértækir mónóamín-endurupptökuhemlar t.d. Phenelzine og Tranylcypromine.
      • sértækir mónóamín-endurupptökuhemlar á ensímið, t.d. Aurorix (moclobemíð)[1]

Tilvísanir

  1. Ritter, J.M.; Flower, R.J.; Henderson, G (2016). Rang&Dale's Pharmacology. Elsevier. ISBN 13 978-0-7020-5363-4. {{cite book}}: Lagfæra þarf |isbn= value: length (hjálp)