Neuf-Brisach

sveitarfélag í Frakklandi

Neuf-Brisach er víggirtur bær í umdæminu Haut-Rhin í héraðinu Elsass í Frakklandi. Íbúar eru um 2000 talsins. Bærinn var reistur um aldamótin 1700 til að verja landamærin milli Frakklands og Heilaga rómverska ríkisins eftir að Frakkar fengu bæinn Breisach á hinum bakka Rínarfljóts við Rijswijk-samninginn sem batt enda á Níu ára stríðið 1697. Nafn bæjarins þýðir Nýi Breisach. Bærinn er á heimsminjaskrá UNESCO.

Loftmynd af Neuf-Brisach.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.