Minna Sundberg (fædd 9. janúar 1990) er finnskur teiknari og teiknimyndasöguhöfundur. Hún fæddist í Svíþjóð. Minna Sundberg er einkum þekkt fyrir vefmyndasögurnar A Redtail's Dream og Stand Still. Stay Silent.

Æviágrip breyta

Minna Sundberg fæddist í Svíþjóð árið 1990. Fjölskylda hennar tilheyrir sænskumælandi minnihluta Finnlands. Hún fluttist með fjölskyldunni aftur til Finnlands árið 1997. Minna lauk myndlistarnámi frá Listaháskólanum í Helsinki. Hún var 25 ára þegar hún fékk fyrst viðurkenningu fyrir vefmyndasögu en hún hafði þegar á háskólaárum sínum gert margar tilraunir með vefmyndasögumiðlun. Árið 2015 fékk hún verðlaun frá samtökum teiknimyndahöfunda fyrir vefmyndasögu sýna Stand Still. Stay Silent.

Tenglar breyta