„Surtarbrandur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
Viður er 50% kolefni. Fyrsta stig steinkolamyndunar er [[mór]], með um 60% kolefni. Þegar mórinn grefst undir fargi jarðlaga verða efnahvörf þar sem mikill hluti [[vatn]]s, [[súrefni]]s, [[köfnunarefni]]s og annarra efna hverfa brott og mórinn ummyndast í brúnkol sem hafa 70% hlutfall kolefnis. Í steinkolum er 80% hlutfall kolefnis.
 
Surtarbrandur er oftast flokkaður í þrjár gerðir: 1) viðarbrand sem myndaður er úr trjástofnum og greinum og þar sem viðargerð hefur varðveist þó stofnar hafi flatist vegna jarðlagafargs, 2) steinbrand sem er úr smágerðum jurtaleifum, oftast lagskiptur, þéttur og stökkur og 3) leirbrand sem er dökkur eða svartur leir sem hefur tekið í sig kolakennd efni.
 
Í fyrri heimstyrjöldinni var surtarbrandur var unninn á nokkrum stöðum á Íslandi til dæmis í [[Bolungarvík]], Botni í [[Súgandafjörður|Súgandafirði]], Tungubökkum á [[Tjörnes]]i og Jökulbotnum í [[Reyðarfjörður|Reyðarfirði]].