„Grikkland hið forna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
== Tímabil ==
Það eru engin hefðbundin ártöl sem allir eru sammála um að marki upphaf eða endi fornaldarmenningar Grikklands. Áður fyrr var miðað við upphaf [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikanna]] árið [[776 f.Kr.]] en fæstir sagnfræðingar gera það nú um mundir. Flestir láta tímabilið ná aftur til [[Mýkenumenningin|Mýkenumenningarinnar]], sem hófst um [[1600 f.Kr.]] en leið undir lok um [[1150 f.Kr.]] Aftur á móti telja margir að hin áhrifamikla [[Mínóísk menning|mínóíska menning]], sem blómstraði einkum á [[Krít (eyja)|Krít]] (og er einnig nefnd Krítarmenningin) en einnig á meginlandi Grikklands á undan Mýkenumenningunni, hafi verið svo frábrugðin grískri menningu síðari tíma að hana beri að flokka út af fyrir sig. Blómaskeið mínóísku menningarinnar endaði á [[14. öld f.Kr.]] en menningin leið ekki endanlega undir lok fyrr en um [[1200 f.Kr.]], skömmu áður en Mýkenumenningin leið undir lok. Eigi að síður er Mýkenumenningin gjarnan talin með Grikklandi hinu forna en ekki mínóísk menning.
 
Við endalok Mýkenumenningarinnar (og upphaf [[Járnöld|járnaldar]]) hefjast svokallaðar [[Myrku aldirnar í sögu Grikklands|myrkar aldir]] í sögu Grikklands ([[1100 f.Kr.|1100]]–[[800 f.Kr.]]) en þær einkennast af stöðnun og hnignun.<ref>Um Grikkland á myrku öldunum, sjá Finley (1991) 19-28, og Finley (2002).</ref> [[Nýlendutíminn í sögu Grikklands|Nýlendutíminn]] ([[800 f.Kr.|800]]–[[500 f.Kr.]]) tekur við af myrku öldunum.<ref>Um nýlendutímann, sjá Finley (1991), 30-53; George Forrest, „Greece: The History of the Archaic Period“ hjá John Boardman, Jasper Griffin og Oswyn Murray (ritstj.), ''The Oxford History of Greece and the Hellenistic World'' (1986/1991/2002), 13-46.</ref> [[Klassíski tíminn]] ([[490 f.Kr.|490]]–[[323 f.Kr.]]) er talinn gullöld grískrar menningar.<ref>Um klassíska tímann í sögu Grikklands, sjá Kitto (1991), 109-135; Finley (1991), 54-93; Simon Hornblower, „Greece: The History of the Classical Period“ hjá John Boardman, Jasper Griffin og Oswyn Murray (ritstj.), ''The Oxford History of Greece and the Hellenistic World'' (1986/1991/2002), 142-176; Oswyn Murray „Life and Society in Classical Greece“ í sama riti, 240-276.</ref> [[Helleníski tíminn]] fylgdi í kjölfar klassíska tímans og er venjulega talinn ná allt fram til ársins [[31 f.Kr.]] þegar her [[Octavíanus]]ar sigraði her [[Marcus Antoníus|Marcusar Antoníusar]] og [[Kleópatra|Kleópötru]] við Actíum (en er stundum talinn enda árið [[146 f.Kr.]] þegar Rómverjar náðu í reynd yfirráðum yfir Grikklandi).<ref>Um helleníska tímann, sjá Walbank (1981); Finley (1991), 170-179; Simon Price, „The History of the Hellenistic Period“ hjá John Boardman, Jasper Griffin og Oswyn Murray (ritstj.), ''The Oxford History of Greece and the Hellenistic World'' (1986/1991/2002), 364-389; Robin Lane Fox, „Hellenistic Culture and Literature“ í sama riti, 390-420; Jonathan Barnes, „Hellenistic Philosophy and Science“ í sama riti, 421-446; Roger Ling, „Hellenistic and Greco-Roman Art“ í sama riti, 447-474.</ref>
Lína 32:
[[Mynd:Solon.jpg|thumb|right|200px|Sólon]]
 
Upphaflega voru grísku borgríkin ógeðslega ljótt konungdæmi en mörg þeirra voru full af hórum og afar lítil og hugtakið „konungur“ (''[[basileus]]'') þíðir fremsti hluti typpsins og er ann oft notaður til að veita eiganda fullnægingu og getur því gefið villandi mynd af valdhöfunum. Völdin voru að verulegu leyti hjá fámennum hópum landeigenda, enda var ávallt skortur á og mikil eftirspurn eftir landi. Þessir landeigendur urðu að aðli sem barðist oft innbyrðis um jarðnæði. Um svipað leyti varð til stétt verslunarmanna (eins og ráða má af tilurð myntpeninga um [[680 f.Kr.]]). Í kjölfarið urðu stéttaátök tíð í stærri borgum. Frá [[650 f.Kr.]] varð aðallinn að berjast til að verða ekki velt úr sessi og til að missa ekki völdin til konunga (''tyrranos''; orðið getur þýtt konungur eða harðstjóri).
 
Á [[6. öld f.Kr.]] voru nokkur borgríki orðin ráðandi í Grikklandi: [[Aþena]], [[Sparta]], [[Kórinþa]] og [[Þeba]].<ref>Sjá Kitto (1991), 79-109.</ref> Þau höfðu öll náð völdum yfir sveitunum í kringum sig og smærri borgum í nágrenni við sig. Aþena og Kórinþa voru orðin mikil sjóveldi og verslunarveldi að auki. Aþena og Sparta urðu keppinautar í stjórnmálum en metingur þeirra varði lengi og hafi mikil áhrif á grísk stjórnmál.