„Mæðrastyrksnefnd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
Þann [[27. febrúar]] [[1928]] varð [[sjóslys]] þegar togarinn [[Jón forseti (togari)|Jón forseti]] strandaði út af [[Stafnes]]i en í því slysi drukknuðu 15 skipverjar og var félagið stofnað til að koma að koma [[ekkja|ekkjum]] og föðurlausum börnum til hjálpar. [[Laufey Valdimarsdóttir]] var kjörin formaður og sama vor opnaði nefndin skrifstofu í húsi [[Guðspekifélagið|Guðspekifélagsins]] í Reykjavík. [[Auður Auðuns]] starfaði í mörg ár fyrir félagið.
 
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur úthlutar matvælum hvern miðvikudag en fatnaði og ýmsum smávörum fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Þá hefur nefndin veitt fermingarstyrki á hverju vori og einnig styrki til barna til dvalar í sumarbúðum og vegna þátttöku í leikjanámskeiðum. Og nýfædd börn fá vandaða gjafapakka með fatnaði og öðrum nauðsynjum. Sérstök jólaúthlutun er fastur liður í starfseminni og hefur hún hin síðustu ár verið í samstarfi við [[Hjálparstarf kirkjunnar]], innanlands, og [[Rauði kross Íslands|Rauða kross Íslands]]. Við úthlutanir nefndarinnar starfa sjálfboðaliðar, venjulega um 20 eldri konur, sem sumar hafa starfað launalaust í mörg ár hjá nefndinni. Þær eru fulltrúar þeirra sjö kvenfélaga sem nú standa að nefndinni, en það eru: Kvenréttindafélag Íslands, Thorvaldsensfélagið, Hvítabandið, Félag háskólakvenna, Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, Kvenfélag Alþýðuflokksins og Félag framsóknarkvenna.
 
== Tengill ==